Færsluflokkur: Dægurmál

benzínverði mótmælt

dragoman_trukkur

Ég verð nú bara að hrósa þessum vörubílstjórum sem eru leggjandi bílum sínum um allan bæ og skreppandi í kaffi á stærstu gatnamót landsins. Og verð nú að sega að þetta sé nokkuð gott framtak hjá þessum töppum. Kominn tími til að einhver geri einkvað því ekki fer ég út með skilti og gjallarhorn, og hvað þá einhver sem ég þekki. Þó fyndist mér meira vit í því að leggja bílum þeirra fyrir utan höfðastöðvar bensínrisana og jafnfel loka bílastæðunum hjá þeim eftir vinnu helst á föstudeigi, í staðin fyrir að vera að tefja hin almena borgar sem ekki hefur gert neitt. Ég hugsa líka að þeir sem stjórna þessu séu ekkert að kippa sér upp við þetta. Það gæti líka verið sniðugt að leggja þessum trukkum bara fyrir utan húsin hjá toppunum rétt áður en þeir fara  í vinnu á morgnana, eða  þeim sem ber ábyrgð á þessu öllu?? Þá hefði þetta nú sennilega meiri áhrif.

Svo er  það næsta spurning hvernig eigum við að mótmæla þessum bönkum sem eru að verða búnir að hirða allt af okkur með endalausum vöxtum, er  ekki hægt að baka  þessum trukkum inn í bankana eða jafnvel að læsa sig inn í hraðbanka yfir helgi???? nei bara svona pæling

crazy_face

kv.maggi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband