benzínverði mótmælt

dragoman_trukkur

Ég verð nú bara að hrósa þessum vörubílstjórum sem eru leggjandi bílum sínum um allan bæ og skreppandi í kaffi á stærstu gatnamót landsins. Og verð nú að sega að þetta sé nokkuð gott framtak hjá þessum töppum. Kominn tími til að einhver geri einkvað því ekki fer ég út með skilti og gjallarhorn, og hvað þá einhver sem ég þekki. Þó fyndist mér meira vit í því að leggja bílum þeirra fyrir utan höfðastöðvar bensínrisana og jafnfel loka bílastæðunum hjá þeim eftir vinnu helst á föstudeigi, í staðin fyrir að vera að tefja hin almena borgar sem ekki hefur gert neitt. Ég hugsa líka að þeir sem stjórna þessu séu ekkert að kippa sér upp við þetta. Það gæti líka verið sniðugt að leggja þessum trukkum bara fyrir utan húsin hjá toppunum rétt áður en þeir fara  í vinnu á morgnana, eða  þeim sem ber ábyrgð á þessu öllu?? Þá hefði þetta nú sennilega meiri áhrif.

Svo er  það næsta spurning hvernig eigum við að mótmæla þessum bönkum sem eru að verða búnir að hirða allt af okkur með endalausum vöxtum, er  ekki hægt að baka  þessum trukkum inn í bankana eða jafnvel að læsa sig inn í hraðbanka yfir helgi???? nei bara svona pæling

crazy_face

kv.maggi


Vilhjálmur vilhjálmsson

image.ashx

 

 

 

 

 

 

 

 

núna á föstudaginn voru liðin 30ár frá því að Villi Vill lést. Ég hef alltaf hlustað mikið á Villa enda ein af bestu  tónlistamönnum sem ísland hefur alið af sér. Maður getur alltaf hlustað á Villa sama hvernig maður er stemmdur og þótt það séu 30 ár frá því að hann kvaddi þennan heim lifir tónlistin hans en ætli það séu ekki komnar 3 kynslóðir sem allast upp með þessum klassisku lögum. Svo voru einhverjir rosalegir tónleikar sem voru að þessu tilefni, sem er jú bara gott mál og ég hefði sko alveg verið til í að fara á þá, ef þessi blessaði Friðrik Ómar hefði ekki verið búinn að troða sér þarna af hverju er hann allstaðar ? þessi gaur og hún þarna vinkona hans sem ætlar með honum á evrovision er það ekki bara nóg??ég hef ekkert á móti hommum en þessi gaur er ó þolandi af mínu mati sorry með það. Mér finnst þetta hálfgerð vanvirðing við Villa. En þetta er kannski það sem einhverjar heimavinnandi húsmæður í vesturbænum vilja sjá nú eða húsfeður???

þetta er jú bara það sem mér finnst 

 

kv.iggaM 


bob dylan

 

dylan460

 

 

 

 

 

 

 

 

jæja þá er komið að því... búinn að kaupa miða á legendið og kónginn Bob dylan sem mun spila hérna á islandi  26.í n.k í grafarvoginum úfff það verður rosalegt ég var svo stressaður yfir því að það yrði uppselt  á silfurrefinn að ég svaf varla um nóttina og svo sat ég og beið við tölvuna í rúman klukkutíma. En það skilaði árangi því jú ég náði mér í eitt stk miða.. en ég held að það séu nú einhverjir miðar eftir því ættu þeir sem vilja ekki missa af þessu að hysja upp um sig og drífa í því að næla sér í miða

 smá upphitun ...

 

kveðja maggi270 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband